Danski orku­risinn Ørsted hefur fengið lækkaða láns­hæfis­ein­kunn hjá mats­fyrir­tækinu S&P Global Ratings og er hún nú aðeins einu þrepi frá því að falla úr fjár­festingar­flokki og niður í svo­nefndan „rusl­flokk“ (non-invest­ment grade).

Lækkunin kemur þrátt fyrir að fyrir­tækið hafi á mánu­dag kynnt áform um 60 milljarða danskra króna hluta­fjáraukningu til að styrkja fjár­hags­stöðu sína eftir ný vanda­mál í Bandaríkjunum sem hafa haft mjög neikvæð áhrif á sjóð­streymi.

S&P rök­styður lækkunina með aukinni áhættu í rekstri, meðal annars vegna þess að Ørsted hefur hætt við fyrir­hugaða sölu á helmings­hlut í bandaríska vindorku­verinu Sun­rise Wind.

Sölu­and­virðið átti að tryggja bæði arð og fjár­mögnun fyrir fram­kvæmdir, auk þess að deila áhættunni með sam­starfsaðila.

S&P segir að tafir eða fall slíks sölu­ferlis veiki strax lykil­tölur um láns­hæfi og sé merki um að rekstrar­um­hverfi fyrir­tækisins hafi versnað.

Sölu­and­virðið átti að tryggja bæði arð og fjár­mögnun fyrir fram­kvæmdir, auk þess að deila áhættunni með sam­starfsaðila.

S&P segir að tafir eða fall slíks sölu­ferlis veiki strax lykil­tölur um láns­hæfi og sé merki um að rekstrar­um­hverfi fyrir­tækisins hafi versnað.

Mikil pólitísk áhætta

Í til­kynningu S&P kemur fram að áhætta í Bandaríkjunum sé sér­stak­lega mikil, þar sem 36% fjár­festinga Ørsted á árunum 2025–2027, rúm­lega 50 milljarðar danskra króna, beinist að bandarískum verk­efnum.

Mats­fyrir­tækið telur pólitíska áhættu í bandarískum vindorku­verk­efnum hafa aukist.

Hluta­fjáraukningin sem til­kynnt var á mánu­dag, að fjár­hæð 60 milljarðar danskra króna, veldur þó því að S&P metur horfurnar fyrir nýju ein­kunnina sem „stöðugar“.

Sam­kvæmt fyrir­tækinu hefur fjár­mögnunin jákvæð áhrif á lausa­fjár­stöðu og láns­hæfis­vísitölur, sem á að verja fjár­festingar­hæfa ein­kunnina.

Danska ríkið, sem á 50,1% hlut, hefur stað­fest að það muni leggja til 30 milljarða króna í út­boðið til að halda hlut sínum óbreyttum.

Láns­hæfi er lykil­at­riði í rekstrar­líkani

For­stjóri Ørsted, Rasmus Err­boe, sagði fyrr í vikunni að raun­veru­leg hætta hefði verið á því að láns­hæfis­ein­kunnin myndi falla í rusl­flokk án hluta­fjáraukningarinnar.

Það hefði getað kallað á fyrir­fram­greiðslur lána upp á tugi milljarða eða auknar tryggingar í reiðufé.

„Með því rekstrar­líkani sem við höfum, þar sem við þróum, byggjum og rekum stór inn­viða­verk­efni, er láns­hæfi okkar al­gjör lykill. Ef við höfum ekki sterka fjár­magns­skipan og traust láns­hæfi hefur það veru­lega neikvæð áhrif á rekstur okkar,“ sagði Err­boe.

Hluta­fjáraukningin verður borin undir hlut­hafa á auka­aðal­fundi í septem­ber.