Tækni­risinn missir markaðs­hlut­deild þrátt fyrir nýja út­gáfu af Model Y – BYD skráir fjórföldun á sama tíma

Tesla, bandaríski raf­bíla­fram­leiðandinn, varð fyrir miklum skelli í júlí þegar sala fyrir­tækisins á raf­bílum í Bret­landi dróst saman um 60 pró­sent miðað við sama mánuð í fyrra.

Sam­kvæmt ný­birtum sölutölum frá bresku bíl­greina­samtökunum Socie­ty of Motor Manufacturers and Tra­ders (SMMT), voru skráðir aðeins 987 nýir Tesla-bílar í júlí 2025, saman­borið við 2.462 í júlí í fyrra.

Þetta markar mikinn viðsnúning frá júní, þegar salan jókst um 14 pró­sent milli ára, og undir­strikar versnandi stöðu Tesla á evrópskum mörkuðum, ekki síst í ljósi aukinnar sam­keppni frá kín­verska fram­leiðandanum BYD.

Sala BYD í Bret­landi jókst um yfir 300 pró­sent í júlí, með 3.184 nýskráningum.

Slæmar tölur víða í Evrópu

Sam­bæri­lega þróun má sjá á öðrum lykilmörkuðum Evrópu. Í Svíþjóð féllu nýskráningar Tesla um 86% í júlí, í Frakk­landi um 27% og í Belgíu um 58%.

Þetta gerðist þrátt fyrir nýút­komna upp­færða út­gáfu af vinsæla sport­jeppanum Model Y, sem ætti að vera flagg­skip fyrir­tækisins í baráttunni um við­skipta­vini í milli­stærðar­flokki.

Á sama tíma og salan gefur eftir í Evrópu hefur stjórn Tesla samþykkt nýtt kaupa­kerfi fyrir for­stjórann Elon Musk.

Stjórn félagsins veitti Musk kauprétt á 96 milljónum hluta­bréfa í Tesla. Mark­miðið er, að mati stjórnar, að „hvetja og beina at­hygli for­stjórans að því að endur­reisa fyrir­tækið“.

Musk hefur þó verið gagn­rýndur fyrir að beina at­hygli sinni að öðrum félögum en hann stýrir einnig SpaceX, Neura­link, xAI og Boring Company.