Rekstrarhagnaður hraðsendingafyrirtækisins UPS nam 3,9 milljörðum dala, um 500 milljörðum króna, á fjórða ársfjórðungi, sem er 91% aukning milli ára, en ársfjórðungsuppgjör félagsins kom út í gær. Rekstrarhagnaður félagsins á árinu 2021 nam 12,8 milljörðum dala, um 1.600 milljörðum króna.

Tekjur félagsins námu 27,8 milljörðum dala, um 3.500 milljörðum króna, á ársfjórðungnum sem er 11,5% aukning milli ára. Tekjurna fyrir árið 2021 jukust um 15% milli ára og námu 97,3 milljörðum dala, um 12 þúsund milljörðum króna.

UPS áætlar að tekjur samstæðunnar árið 2022 muni nema 102 milljörðum dala. Félagið gerir ráð fyrir því að greiða 5,2 milljarða dala í arðgreiðslur á árinu, háð samþykki stjórnar félagsins.

Gengi bréfa UPS rauk upp um 14% við ársfjórðungsuppgjörið í gær. Gengið fór úr 202 dölum á hlut upp í rúmlega 230 dali á hlut. Gengi bréfa félagsins hefur aldrei verið jafn hátt og nú.