Skortstöður með hlutabréf Alvotech drógust saman um 38% í júlí eftir að þær náðu hæstu hæðum í lok júnímánaðar. Samkvæmt nýbirtum tölum Nasdaq minnkuðu fjárfestar aðeins skortstöður talsvert á seinni helmingi júlímánaðar eða um 35%.

Fjöldi skortseldra bréfa Alvotech var um 1,11 milljónir hluta að nafnvirði þann 31. júlí síðastliðinn, samanborið við 1,69 milljónir þann 15. júlí og 1,78 milljónir í lok júní.

Heildarvirði skortstöðunnar þann 31. júlí er tæplega 1,2 milljarðar króna miðað við núverandi markaðsgengi.

Dagleg velta með hlutabréf Alvotech í júlí var meiri en hún hefur eða að jafnaði var að jafnaði um 320 þúsund hlutir á dag, samanborið við ríflega 200 þúsund í júní.

Miðað við heildarfjölda skortseldra hlutabréfa Alvotech um miðjan júlímánuð hefði það tekið fjárfesta samtals 3,6 daga til að loka stöðum sínum, út frá svokölluðum „Days to Cover“ mælikvarða.

Hlutabréfaverð Alvotech hefur hækkað um 0,9% frá opnun Kauphallarinnar í morgun og stendur nú í 1.080 krónum á hlut.