Snorri Marteinsson hefur verið ráðinn til að veita fyrirtækjasviði 101 Reykjavík fasteignasölu forystu, eh hann hefur starfað við rekstrarráðgjöf og viðskiptaþróun um árabil ásamt fyrrum félögum sínum í Grófinni Viðskiptaþróun og þar áður hjá Fjárhúsum.
Snorri hefur setið í stjórnum ólíkra fyrirtækja ásamt því að stýra vexti og viðgangi Hamborgarafabrikkunnar árin 2011 – 2018, sem framkvæmdastjóri samstæðunnar. Hann hefur jafnframt fjárfest og komið að fjármögnun og stjórn ýmissa spennandi fyrirtækja til skemmri eða lengri tíma.
Meðal verkefna sem Snorri hefur komið að má nefna:
- Even Labs – Wellness Studio
- Breather Ventilation
- TreememberMe
- Narc – Game Studio
- Tower Suites Reykjavik
- Shake & Pizza
- Keiluhöllin Egilshöll
- Hamborgarafabrikkan
- Skemmtigarðurinn í Smáralind
- Thor Data Center
- Grófin Viðskiptaþróun
101 Reykjavík fasteignasala býður uppá fyrirtækjaþjónustu þar sem viðskiptavinir geta fengið ýmisskonar ráðgjöf s.s. verðmöt á fyrirtækjum og atvinnueignum, ráðgjafar félagsins sjá auk þess um kaup og sölur á fasteignum og fyrirtækjum.
101 Reykjavík fasteignasala getur verið frumkvöðlum, eigendum eða stjórnendum fyrirtækja og stofnana innan handar við eftirfarandi verkefni:
● Endurskipulagning fyrirtækja eða stofnana
● Sameining fyrirtækja
● Endurskipulagning fyrirtækja
● Kaup eða sala á fyrirtækjum eða einstaka rekstrareiningum
● Kaup, sala eða leiga á atvinnueignum
● Verðmat atvinnueigna og fyrirtækja
● Hlutafjáraukning og endurfjármögnun fyrirtækja
● Áhættustýring og áætlanagerð fyrir fyrirtæki eða stofnanir