Nvidia og AMD hafa samþykkt að láta ríkissjóð Bandaríkjanna fá 15% af sölutekjum af gervigreindarörgjörvum í Kína. Ráðstöfunin er liður í samkomulagi við ríkisstjórn Donalds Trumps til að tryggja útflutningsleyfi á örgjörvunum.
Heimildarmaður Financial Times innan bandarísku ríkisstjórnarinnar segir að Nvidia hafi samþykkt að deila 15% af tekjum af sölu H20 örgjörvunum í Kína og AMD myndi veita sama hlutfall af tekjum af MI308 örgjörvanna.
Tveir aðilar sem þekkja til samkomulagsins sögðu að ríkisstjórn Trump hafi enn ekki ákveðið hvernig ráðstafa ætti fjármununum.
Samkomulagið er sagt án fordæma í umfjöllun Financial Times. Ekkert bandarískt félag hefur nokkru sinni áður samþykkt að deila hluta af sölutekjum sínum með ríkissjóði til þess eins að tryggja sér útflutningsleyfi.
Áætlanir gerðu ráð fyrir að hefði ekki verið fyrir tímabundnar útflutningstakmarkanir sem bandaríska ríkisstjórnin setti á fyrr í ár þá hefði Nvidia selt um 1,5 milljónir H20 örgjörva til Kína á árinu 2025 sem samsvarar tekjum upp á 23 milljarða dala.