Nýsköpunarfélagið Atmonia, sem þróar umhverfisvænar aðferðir til framleiðslu ammoníaks úr lofti og vatni, var rekið með 13,4 milljóna króna tapi árið 2024, samanborið við 31 milljón króna tap árið 2023. Frá árinu 2020 nemur uppsafnað tap félagsins 130 milljónum króna.
Tekjur félagsins, sem er í rannsóknar- og þróunarstarfsemi, eru nær eingöngu í formi styrkja, sem námu 98 milljónum króna í fyrra og 186 milljónum króna árið 2023. Laun og launatengd gjöld voru stærsti kostnaðarliðurinn en þau námu 99 milljónum króna árið 2024 og 185 milljónum árið áður.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði