Fasteignasalarnir Magnús Már Lúðvíksson og Þorsteinn Yngvason hafa flutt sig yfir á fasteignasöluna RE/MAX en áður störfuðu þeir á Lind fasteignasölu. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Magnús Már er löggiltur fasteignasali og hefur starfað sem slíkur frá 2013. Hann var áður knattspyrnumaður og Íslands- og bikarmeistari með KR.
Þorsteinn er lögfræðingur með meistarapróf frá HR og öðlaðist réttindi til málflutnings í héraðsdómi árið 2012 og sama ár varð hann löggiltur fasteignasali. Hann starfaði fyrir slitastjórn Landsbankans fram til 2016 en síðan þá sem fasteignasali og sjálfstætt starfandi lögmaður.