Langtímaleigusamningurinn um O2, þekktasta tónleikahús Lundúna, hefur verið seldur til Rothesay, stærsta lífeyristryggingafélags Bretlands, fyrir ríflega 90 milljónir punda eða um 15 milljarða króna. SkyNews greinir frá.

Rothesay, sem er aðalstyrktaraðili heimaleikja enska landsliðsins í krikket, undirritaði í síðustu samning um ganga inn í hinn 999 ára leigusamning.

Seljandinn er Trinity College, ríkasta einingin innan Cambridge háskólans, sem er meðal stærstu landeigenda Bretlands. Trinity keypti lóðina árið 2009 fyrir um 24 milljónir punda. Háskólinn hóf söluferlið fyrir nokkrum mánuðum síðan.

Rothesay, sem var stofnað árið 2007, hefur vaxið hratt og er nú meðal helstu sérhæfðra tryggingafélaga Bretlands. Félagið tryggir nú lífeyri fyrir meira en eina milljón Breta og greiðir út meira en 300 milljónir punda í lífeyrisgreiðslur í hverjum mánuði.

Rekstraraðili O2-hússins er Anschutz Entertainment Group (AEG) sem hefur hýst fjölbreytt úrval af tónleikum, leiksýningum og íþróttaviðburðum í húsinu í nærri aldarfjórðung.