Á undan­förnum árum hafa lán­veitingar utan hefðbundins banka­kerfis (e. Private Credit) aukist til muna og orðið að einni stærstu undir­stöðu fjár­mögnunar fyrir­tækja í Bandaríkjunum.

Um er að ræða lán sem eru ekki veitt af bönkum heldur fjár­mögnuð af sér­hæfðum sjóðum og fjár­festingar­fyrir­tækjum, oft með litlu eftir­liti og lítilli upp­lýsinga­gjöf.

Heildar­stærð þessa markaðar er nú nærri 2.000 milljarðar dollara en stór­fyrir­tæki á borð við Meta, móðurfélag Face­book, er meðal þeirra sem hafa ný­lega leitað í þessa fjár­mögnunar­leið.

„Verðum að dansa“

Í leiðara Financial Times er þó varað við þessari þróun þar sem áhyggjur um að næsta bóla fjár­mála­kerfisins verði tengd lánum utan bankakerfsins.

Leiðara­höfundurinn Gilli­an Tett rifjar upp fræga til­vitnun frá Chuck Prince, þáverandi for­stjóra Citigroup, rétt fyrir fjár­mála­hrunið:

„Svo lengi sem tón­listin heldur áfram að hljóma verðum við að dansa.“

„Svo lengi sem tón­listin heldur áfram að hljóma, þá verðum við að dansa.“

Tett bendir á að svipuð stemning ríki nú á private credit-markaðnum.

Jamie Dimon, for­stjóri JP­Morgan, hefur ítrekað varað við of­mati og veikri áhættu­greiningu innan þessa markaðar.

Hann hefur líkt sumum lána­samningum við undir­máls­lána­krísuna fyrir hrun og telur hugsan­legt að markaðurinn hafi þegar náð há­marki. Undirmálslán voru húsnæðislán sem veitt voru einstaklingum sem ekki stóðust hefðbundið greiðslumat fyrir hrun. Þau voru síðan sel áfram til fjárfesta

Þrátt fyrir varnaðar­orðin hefur JP­Morgan fimm­faldað eigin þátt­töku í þessum geira, sem sýnir hversu mikill þrýstingur er á fjár­mála­fy­ritækin „að dansa á meðan tón­listin hljómar.

Hagnaður fyrir suma en ógn fyrir aðra

Private credit hefur sögu­lega skilað góðri ávöxtun fyrir fjár­festa, sér­stak­lega í lágvaxtarumhverfi síðustu ára. En vöxturinn er nú svo hraður að margir líta á hann sem ógn.

Tett bendir á að sögu­leg dæmi máli sínu til stuðnings eins og undir­máls­lánin fyrir hrun og ESG-tengdar fjár­mála­vörur.

Hún bendir á í þessu sam­hengi að nýjar fjár­mála­vörur geta breytt gróðamögu­leika í stór­tjón, sér í lagi hjá smærri fjár­festum.

Að auki eru umrædd lán oft sér­sniðin og ógegnsæ. Það gerir áhættu­mat erfitt og getur leitt til þess að „tíma­sprengjur“ leynist í eignasöfnum, eitt­hvað sem stærri fjár­festar kunna að þola, en getur reynst líf­eyris­sjóðum og almennum fjárfestum dýr­keypt.

Dimon orðar það svo: „Það gæti orðið al­gjört helvíti að greiða fyrir þetta þegar skíturinn lendir í viftunni.“

„Ca­veat emptor“

Sumir telja að með því að opna markaðarinn fyrir al­mennum fjár­festum verði meiri gagnsæi og lægri gjöld.

En Tett bendir á að um­bætur í fjár­mála­kerfinu hafi nánast undan­tekningar­laust komið eftir, ekki áður en, hrun verður.

Ef private credit-geirinn ætlar að verða gagnsærri og sjálf­bærari þurfa leiðandi stofnanir á borð við JP­Morgan og BlackRock að beita sér. „Ekki vænta þess að ríkis­stjórn Trump verndi fjár­festa nema undir miklum þrýstingi,“ skrifar hún.

Og endar með skýrri viðvörun: „Ca­veat emptor“ eða kaupandinn varist.