Á undanförnum árum hafa lánveitingar utan hefðbundins bankakerfis (e. Private Credit) aukist til muna og orðið að einni stærstu undirstöðu fjármögnunar fyrirtækja í Bandaríkjunum.
Um er að ræða lán sem eru ekki veitt af bönkum heldur fjármögnuð af sérhæfðum sjóðum og fjárfestingarfyrirtækjum, oft með litlu eftirliti og lítilli upplýsingagjöf.
Heildarstærð þessa markaðar er nú nærri 2.000 milljarðar dollara en stórfyrirtæki á borð við Meta, móðurfélag Facebook, er meðal þeirra sem hafa nýlega leitað í þessa fjármögnunarleið.
„Verðum að dansa“
Í leiðara Financial Times er þó varað við þessari þróun þar sem áhyggjur um að næsta bóla fjármálakerfisins verði tengd lánum utan bankakerfsins.
Leiðarahöfundurinn Gillian Tett rifjar upp fræga tilvitnun frá Chuck Prince, þáverandi forstjóra Citigroup, rétt fyrir fjármálahrunið:
„Svo lengi sem tónlistin heldur áfram að hljóma verðum við að dansa.“
„Svo lengi sem tónlistin heldur áfram að hljóma, þá verðum við að dansa.“
Tett bendir á að svipuð stemning ríki nú á private credit-markaðnum.
Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan, hefur ítrekað varað við ofmati og veikri áhættugreiningu innan þessa markaðar.
Hann hefur líkt sumum lánasamningum við undirmálslánakrísuna fyrir hrun og telur hugsanlegt að markaðurinn hafi þegar náð hámarki. Undirmálslán voru húsnæðislán sem veitt voru einstaklingum sem ekki stóðust hefðbundið greiðslumat fyrir hrun. Þau voru síðan sel áfram til fjárfesta
Þrátt fyrir varnaðarorðin hefur JPMorgan fimmfaldað eigin þátttöku í þessum geira, sem sýnir hversu mikill þrýstingur er á fjármálafyritækin „að dansa á meðan tónlistin hljómar.“
Hagnaður fyrir suma en ógn fyrir aðra
Private credit hefur sögulega skilað góðri ávöxtun fyrir fjárfesta, sérstaklega í lágvaxtarumhverfi síðustu ára. En vöxturinn er nú svo hraður að margir líta á hann sem ógn.
Tett bendir á að söguleg dæmi máli sínu til stuðnings eins og undirmálslánin fyrir hrun og ESG-tengdar fjármálavörur.
Hún bendir á í þessu samhengi að nýjar fjármálavörur geta breytt gróðamöguleika í stórtjón, sér í lagi hjá smærri fjárfestum.
Að auki eru umrædd lán oft sérsniðin og ógegnsæ. Það gerir áhættumat erfitt og getur leitt til þess að „tímasprengjur“ leynist í eignasöfnum, eitthvað sem stærri fjárfestar kunna að þola, en getur reynst lífeyrissjóðum og almennum fjárfestum dýrkeypt.
Dimon orðar það svo: „Það gæti orðið algjört helvíti að greiða fyrir þetta þegar skíturinn lendir í viftunni.“
„Caveat emptor“
Sumir telja að með því að opna markaðarinn fyrir almennum fjárfestum verði meiri gagnsæi og lægri gjöld.
En Tett bendir á að umbætur í fjármálakerfinu hafi nánast undantekningarlaust komið eftir, ekki áður en, hrun verður.
Ef private credit-geirinn ætlar að verða gagnsærri og sjálfbærari þurfa leiðandi stofnanir á borð við JPMorgan og BlackRock að beita sér. „Ekki vænta þess að ríkisstjórn Trump verndi fjárfesta nema undir miklum þrýstingi,“ skrifar hún.
Og endar með skýrri viðvörun: „Caveat emptor“ eða kaupandinn varist.