Verðbólga í Bandaríkjunum mældist 2,7% júlí, óbreytt frá fyrri mánuði, samkvæmt nýbirtum tölum Vinnumálastofnunar Bandaríkjanna.

Tólf mánaða verðbólgan var undir spám hagfræðinga sem tóku þátt í könnun The Wall Street Journal sem höfðu gert ráð fyrir að hún yrði 2,8%. Aftur á móti mældist kjarnaverðbólga yfir spám.

Kjarna­verðbólga, sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, jókst um 0,2 prósentur og mældist 3,1%, samanborið við 2,9% í júní. Greinendur höfðu spáð því að hún yrði 3,0%. Kjarnaverðbólgan jókst um 0,3% milli mánaða, sem er mesta mánaðarlega hækkun hennar frá því í janúar.

Um er að ræða fyrstu stóru birtingu hagtalna stofnunarinnar frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti rak framkvæmdastjóra stofnunarinnar, Erika McEntarfer, í kjölfar birtingar talnar um vinnumarkaðinn í byrjun mánaðarins. Trump hyggst skipa hagfræðinginn E.J. Antoni, sem hefur lengi gagnrýnt stofnunina, í hennar stað.