Útgerðar og fiskvinnslufyrirtækið Nesfiskur hagnaðist um 633 milljónir króna í fyrra, samanborið við 194 milljóna tap árið áður. Velta samstæðunnar, sem telur m.a. Ný-fisk hf., Miðnes ehf., Meleyri ehf., Útgerðarfélag Sandgerðis ehf. og Útgerðarfélagið Má ehf., nam 16,4 milljörðum króna og jókst um 3,1 milljarð milli ára.

Hækkun afurðaverðs erlendis á síðari hluta ársins leiddi til hækkun framlegðar en afurðatekjur ársins námu 11,4 milljörðun og hækkun aflaverðmætis var 4,8% milli ára. Tekjur útgerðarhlutans jukust um 10% milli ára og tekjur fiskvinnslu jukust um 18,6%.

Í skýrslu stjórnar segir að óvissa ríki um hækkun veiðigjalds, sem geti haft veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu til framtíðar. Bergþór Baldvinsson er framkvæmdastjóri og stærsti eigandi félagsins.

Lykiltölur / Nesfiskur ehf.

2024 2023
Rekstrartekjur 16.415 13.326
Eigið fé 8.375 8.114
Eignir 31.064 31.168
Afkoma 633 -194
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.