Yngvi Halldórsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Sýn, keypti í dag hlutabréf í fjarskiptafélaginu fyrir 10 milljónir króna. Alls keypti hann 150 þúsund hluti á genginu 67 krónur á hlut. Þetta kemur fram í Kauphallartilkynningu.

Yngvi var ráðinn til Sýnar í lok árs 2019 en þar áður var hann meðeigandi hjá fjárfestingarfélaginu Alfa Framtak, sem rekur m.a. framtakssjóðinn Umbreytingu. Þar áður var hann hjá Össuri í tíu ár og gegndi þar síðast starfi framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs (CIO) og VP of Global Business Services.

Sjá einnig: Sýn sneri tapi í hagnað

Sýn skilaði ársuppgjöri fyrir síðasta ár á miðvikudaginn en þar kemur fram að félagið hafi hagnas 2,1 milljarð króna samanborið við 405 milljóna tap árið áður. Breytingin á milli ára skýrist helst af hagnaði af sölu óvirkra innviða.