Ís­lenska fata­merkið 66°Norður hefur sett á markað sér­staka út­gáfu af klassískum flíkum fram­leiðandans, þar sem merkinu 66 er snúið að hvolfi í 99, en það er til að fagna 99 ára af­mæli fyrir­tækisins.

Í línunni má finna flíkur sem flestir þekkja Vatna­jökul og Snæ­fells-skeljarnar, ásamt hettu­peysu og bolum.

Línan kemur í tak­mörkuðu upp­lagi þar sem aðeins 99 ein­tök voru fram­leidd af jökkunum og buxunum.

„Þessi sér­staka út­gáfa af fatalínunni er til­einkuð dag­legu lífi Ís­lendinga sem 66°Norður hefur verið hluti af frá 1926. Af­mælis­línunni hefur verið mjög vel tekið og salan hefur verið mjög góð á þessum flíkum,“ segir Fannar Páll Aðal­steins­son, markaðs­stjóri 66°Norður.

Hans Kristjáns­son frá Suður­eyri við Suganda­fjörð stofnaði Sjóklæða­gerð Ís­lands í bak­húsi við Lauga­veg í Reykja­vík árið 1926 og var það fyrsta sjóklæða­gerð landsins.

Hans fékk styrk frá Fiskifélagi Ís­lands til að ferðast til Noregs sumarið 1924 þar sem hann kynnti sér sjóklæða­gerð.

Fyrir­tækið fram­leiddi í fyrstu ein­göngu sjó­stakka úr olíu­bornum striga en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar.