Uncharted er nýr sportjeppi af minni gerðinni frá Subaru með háþróuðu aldrifi og 100% rafdrifi sem væntanlegur er á markaði í byrjun næsta árs samkvæmt tilkynningu frá Subaru í Evrópu.

Uncharted er von á nýrri kynslóð rafbílsins Solterra fyrir lok þessa árs ásamt nýjum, og nú 100% rafdrifnum E-Outback í ársbyrjun 2026.

Subaru Uncharted er í stærðarflokki „compact SUV“. Hæð lægsta punkts frá jörðu er 21 centimetri og vegna aldrifsins verður hann því m.a. góður kostur fyrir vetrarglaða vegfarendur í snjó og slabbi.

Bíllinn er 338 hestöfl, búinn tveimur rafmótorum og 77 kW/h rafhlöðu með allt að 470 km drægni. Dráttargetan verður 1,5 tonn og hröðun frá 0 til 100 km/klst 5 sekúndur. Hleðsluhraði verður um 30 mínútur frá 10-80% í allt að -10°C gráðu frosti með 22 kW AC hleðslubúnaði og forhitara. Uncharted verður einnig í boði með framhjóladrifi og 585 km.

Þrjú ár eru síðan Subaru Solterra kom fyrst á markað, fyrstur rafdrifinna bíla frá japanska framleiðandanum. Meðal helstu nýjunga í uppfærðum Solterra má nefna breytt útlit, aukið afl, meiri hröðun, meiri drægni og aukna dráttargetu. Í nýjum Solterra skilar samanlagt afl rafmótoranna 338 hestöflum og 5,1 sekúndna hröðun úr 0-100 km/klst.

Stærri og orkunýtnari 73,1 kWst rafhlaða skilar rúmlega 500 km drægni og hleðsluhraði er sá sami og í hinum nýja Uncharted eða 30 mínútur úr 10-80% í allt að 10 gráðu frosti. Þá hefur dráttargeta Solterra verið tvöfölduð og verður 1,5 tonn.

Útlitslega verður Solterra m.a. með stílhreinni og „sléttari“ hliðum, endurhönnuðu farþegarými með háþróuðum 14 tommu upplýsingaskjá og nýju myndavélakerfi fyrir betri sýn á umhverfið kringum bílinn.

E-Outback verður 100% rafdrifinn

Japanski bílaframleiðandinn Subaru er hokinn af reynslu frumkvöðulsins eftir rúmlega 30 ára vinnu við þróun og framleiðslu þessa vinsæla „crossover“ bíls sem sameinaði strax frá byrjun bestu kosti jeppa og fólksbíla.

E-Outback verður búinn 74,7 kWst rafhlöðu og 280 kW rafmótorarnir skila 375 hestöflum (samanborið við 169 í núverandi Outback). Hröðun úr 0-100 km/klst verður um 4,5 sekúndur og drægni radhlöðunnar um 450 km. Hæð undir lægsta punkt er 21 cm og dráttargetan 1,5 tonn.

Allar gerðirnar þrjár eru væntanlegar til BL, umboðsaðila Subaru á Íslandi, á nýju ári. Subaru hefur löngum verið meðal framleiðenda í fremstu röð sem leggja hvað mesta áherslu á góðan öryggisbúnað og er öryggiskerfið EyeSight frá Subaru margverðlaunað fyrir framúrskarandi áreiðanleika.

Þá er samhverfa fjórhjóladrifið, sem Subaru þróaði upphaflega, einnig einstakt á sína vísu og hannað til að veita stöðugan, jafnvægan og öruggan akstur við fjölbreyttar aðstæður innan eða utan hefðbundinna vega.