Hjördís Gulla Gylfadóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion banka. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Arion banka.
Hjördís Gulla hefur starfað innan lögfræðiráðgjafar bankans í um 10 ár og meðal annars sinnt verkefnum á sviði útlánastarfsemi, innleiðingar regluverks og lögfræðiinnheimtu.
Áður starfaði Hjördís hjá skilanefnd og slitastjórn Kaupþings og hjá BBA/Legal, m.a. á sviði fjármála- og félagaréttar en hún er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands.