Hjör­dís Gulla Gylfa­dóttir hefur tekið við starfi for­stöðu­manns lög­fræðiráðgjafar Arion banka. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Arion banka.

Hjör­dís Gulla hefur starfað innan lög­fræðiráðgjafar bankans í um 10 ár og meðal annars sinnt verk­efnum á sviði útlána­starf­semi, inn­leiðingar reglu­verks og lög­fræði­inn­heimtu.

Áður starfaði Hjör­dís hjá skila­nefnd og slita­stjórn Kaupþings og hjá BBA/Legal, m.a. á sviði fjár­mála- og félagaréttar en hún er með meistarapróf í lög­fræði frá Háskóla Ís­lands.