Hvalur hf. var rekið með 224 milljóna króna tapi á síðasta rekstrarári, sem nær yfir tímabilið 1. október 2023 til 30. september 2024. Um var að ræða verulegan viðsnúning frá fyrra rekstrarári er hagnaður félagsins nam tæplega 3,5 milljörðum. Félagið skilaði síðast tapi árið 2010.

Í ársreikningi Hvals kemur fram að 23. október á síðasta ári hafi félagið undirritað samning við Hafnarfjarðarkaupstað um byggingu íbúða á lóð félagsins við Óseyrarbraut 13 í Hafnarfirði. Hvalur skuli greiða Hafnarfjarðarbæ byggingarréttar- og gatnagerðargjöld.

Áætlað umfang sé 190 íbúðir í allt að 18 þúsund fermetrum íbúðarhúsnæðis og skuldbindingar Hvals vegna þessa nemi um 1,2 milljörðum króna.

Hvalur og lóðahafar tveggja samliggjandi lóða hafi gert með sér samkomulag um að fá lóðir sínar sameinaðar og í framhaldinu leita kaupanda sem áhuga hefði á að byggja á þessum lóðum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.