Innleiðing Capital Requirements Regulation III (CRR III), nýs regluverks Evrópusambandsins um eiginfjárkröfur banka, mun líklega hafa mun jákvæðari áhrif á íslensku bankana en upphaflega var talið. Líkt og Viðskiptablaðið hefur greint frá mun regluverkið lækka áhættuvegnar eignir (REA) bankanna um á annað hundrað milljarða.
Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) breytti í byrjun mánaðar viðmiðunarreglum tengdum CRR III-regluverkinu sem munu líklegast liðka fyrir fleiri milljörðum hjá íslensku bönkunum.
Markmið CRR III-regluverksins, sem verður að öllum líkindum innleitt í haust, felst í því að gera eiginfjárkröfur áhættunæmari og betur í takt við raunverulega áhættu.
Samkvæmt uppgjörum og greiningum íslensku bankanna höfðu breytingar á eiginfjárhlutfalli framkvæmdalána mest áhrif til hækkunar á áhættuvegum eignum en EBA breytti kröfunum núna í júlí.
Samtök fjármálafyrirtækja á Íslandi voru meðal þeirra aðila sem sendu EBA umsögn síðasta sumar þar sem m.a. var varað við fyrirhugaðri hækkun á kröfu um eiginfjárhlutfall verktaka vegna framkvæmdalána.
Í regluverkinu var upphaflega lagt upp með að hægt yrði að lækka áhættuvog lánveitinga til framkvæmda úr 150% niður í 100% ef verktaki myndi leggja fram „verulegt eigið fé“.
Samkvæmt drögum EBA átti þetta „verulega eigið fé“ að nema 35% af söluverðmæti eignarinnar verið var að fara byggja.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði