Innleiðing Capital Requirements Regulation III (CRR III), nýs regluverks Evrópusambandsins um eiginfjárkröfur banka, mun líklega hafa mun jákvæðari áhrif á íslensku bankana en upphaflega var talið. Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá mun regluverkið lækka áhættuvegnar eignir (REA) bankanna um á annað hundrað milljarða.

Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) breytti í byrjun mánaðar viðmiðunarreglum tengdum CRR III-regluverkinu, sem mun líklegast liðka fyrir fleiri milljörðum hjá íslensku bönkunum.

Markmið CRR III regluverksins, sem verður að öllum líkindum innleitt í haust, felst í því að gera eiginfjárkröfur áhættunæmari og betur í takt við raunverulega áhættu. Samkvæmt uppgjörum og greiningum íslensku bankanna höfðu breytingar á eiginfjárhlutfalli framkvæmdalána mest áhrif til hækkunar á áhættuvegum eignum, en EBA breytti kröfunum núna í júlí.

Samtök fjármálafyrirtækja á Íslandi voru meðal þeirra aðila sem sendu EBA umsögn síðasta sumar þar sem m.a. var varað við fyrirhugaðri hækkun á kröfu um eiginfjárhlutfall verktaka vegna framkvæmdalána.

Í regluverkinu var upphaflega lagt upp með að hægt yrði að lækka áhættuvog lánveitinga til framkvæmda úr 150% niður í 100% ef verktaki legði fram „verulegt eigið fé“. Samkvæmt drögum EBA átti þetta „verulega eigið fé“ að nema 35% af söluverðmæti eignar sem verið var að fara að byggja.

Á Íslandi hefur árum saman verið miðað við eiginfjárhlutfall sem er í kringum 25% til 30% af framkvæmdakostnaði. Þetta yrði því töluverð breyting en samkvæmt óformlegri könnun SFF hjá bönkunum hefði ekkert framkvæmdalán á Íslandi náð þessu eiginfjárhlutfalli og því hefðu öll framkvæmdalán verið í 150% áhættuvog.

Samtök fjármálafyrirtækja á Íslandi voru meðal þeirra aðila sem sendu EBA umsögn síðasta sumar þar sem m.a. var varað við fyrirhugaðri hækkun á kröfu um eiginfjárhlutfall verktaka vegna framkvæmdalána.

Í regluverkinu var upphaflega lagt upp með að hægt yrði að lækka áhættuvog lánveitinga til framkvæmda úr 150% niður í 100% ef verktaki legði fram „verulegt eigið fé“. Samkvæmt drögum EBA átti þetta „verulega eigið fé“ að nema 35% af söluverðmæti eignar sem verið var að fara að byggja.

Á Íslandi hefur árum saman verið miðað við eiginfjárhlutfall sem er í kringum 25% til 30% af framkvæmdakostnaði. Þetta yrði því töluverð breyting en samkvæmt óformlegri könnun SFF hjá bönkunum hefði ekkert framkvæmdalán á Íslandi náð þessu eiginfjárhlutfalli og því hefðu öll framkvæmdalán verið í 150% áhættuvog.

Sérfræðingar sem Viðskiptablaðið ræddi við í vor töldu breytinguna hefðu getað aukið vexti á framkvæmdalánum um allt að 100 punkta með tilheyrandi hækkun og afleiðingum fyrir íbúðamarkaðinn. Þessi hætta virðist þó liðin hjá í bili, því samkvæmt nýjum viðmiðunarreglum EBA þurfa verktakar nú einungis 25% eiginfjárframlag svo að framkvæmdalán falli undir 100% áhættuvog.

Ljóst er að þetta breytir fyrri útreikningum íslensku bankanna, þar sem þeir þurfa núna minni eiginfjárbindingu gagnvart slíkum lánum en áður var áætlað.

Þessi breyting EBA leiðir því til enn meiri lækkunar á áhættugrunni og þar með aukins útlánasvigrúms. Þar sem framkvæmdalán höfðu leitt til hækkunar á áhættugrunni í upphaflegum útreikningum margra banka má nú búast við að þessi breyting EBA leiði til enn meiri lækkunar á áhættugrunni og þar með aukins útlánasvigrúms.

Eins og fram kemur í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið frá árinu 2018 er eigið fé dýrari fjármögnun fyrir banka en lánsfé. Háar eiginfjárkröfur voru þar tilteknar sem hluti af svokölluðu Íslandsálagi á vexti ásamt háum sértækum sköttum og smæð hagkerfisins og íslenskra banka. Þar fer saman samspil hárra eiginfjárkrafna og hárra áhættuvoga miðað við önnur Evrópuríki.

Á sama tíma hefur innleiðingu nýrra reglna um markaðsáhættu verið frestað til ársins 2026 og jafnvel lengur, samkvæmt árshlutauppgjöri Landsbankans.

Allir kerfislega mikilvægu bankarnir höfðu greint frá því að reglurnar um markaðsáhættu myndu draga úr áhrifum CRR III, þar sem þær hækka áhættugrunn eigna á markaði, eigna utan efnahagsreiknings og afleiðusamninga. Frestun á innleiðingu þeirra eykur því áhrif CRR III fyrst um sinn og gefur bönkunum mögulega tækifæri til að endurskipuleggja eignasöfn á næsta ári.

Áskrifendur geta lesið lengri umfjöllun Viðskiptablaðsins hér.