Allt bendir til þess að ís­lensk ferðaþjónustu­fyrir­tæki hafi ekki selt jafn­háar fjár­hæðir af gjald­eyri fram­virkt og áður vegna þess að spár gerðu ekki ráð fyrir jafn öflugu ferðaþjónustu­sumri og er að raun­gerast.

Sam­kvæmt gögnum Hag­stofu Ís­lands og Isavia stefnir í mun fleiri ferða­menn hér­lendis í sumar en spár gerðu ráð fyrir og þar sem fram­virk stöðu­taka með krónunni er minni verða gjald­eyrisáhrifin meiri en ella.

Gistinóttum á hótelum hér á landi fjölgaði um 9,4% í júní sam­kvæmt bráða­birgðatölum Hag­stofu Ís­lands.

Alls voru skráðar tæp­lega 534.000 gistinætur á hótelum í mánuðinum, saman­borið við rúm­lega 488.000 í júní í fyrra.

Fjölgunin náði til allra lands­hluta en mest var hún á Vestur­landi og Vest­fjörðum (30,5%), Austur­landi (21,5%), Suður­nesjum (11,3%) og Suður­landi (9,9%).

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 5.995 kr. á mánuði