Allt bendir til þess að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafi ekki selt jafnháar fjárhæðir af gjaldeyri framvirkt og áður vegna þess að spár gerðu ekki ráð fyrir jafn öflugu ferðaþjónustusumri og er að raungerast.
Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands og Isavia stefnir í mun fleiri ferðamenn hérlendis í sumar en spár gerðu ráð fyrir og þar sem framvirk stöðutaka með krónunni er minni verða gjaldeyrisáhrifin meiri en ella.
Gistinóttum á hótelum hér á landi fjölgaði um 9,4% í júní samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.
Alls voru skráðar tæplega 534.000 gistinætur á hótelum í mánuðinum, samanborið við rúmlega 488.000 í júní í fyrra.
Fjölgunin náði til allra landshluta en mest var hún á Vesturlandi og Vestfjörðum (30,5%), Austurlandi (21,5%), Suðurnesjum (11,3%) og Suðurlandi (9,9%).
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði