Allt bendir til þess að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafi ekki selt jafnháar fjárhæðir af gjaldeyri framvirkt og áður vegna þess að spár gerðu ekki ráð fyrir jafn öflugu ferðaþjónustusumri og er að raungerast.
Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands og Isavia stefnir í mun fleiri ferðamenn hérlendis í sumar en spár gerðu ráð fyrir og þar sem framvirk stöðutaka með krónunni er minni verða gjaldeyrisáhrifin meiri en ella.
Á sama tíma hefur dregið úr framvirkri stöðutöku með krónunni. Viðskiptavinir bankanna, t.d. ferðaþjónustufyrirtæki, hafa ekki selt jafnháar fjárhæðir af gjaldeyri framvirkt og áður. Í lok maí var staðan um 102 milljarðar en á sama tímabili í fyrra var um að ræða 175 milljarða.
Í viðtali við Viðskiptablaðiði segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, ljóst að minni framvirk staða viðskiptavina bankanna auki þrýsting á krónuna í sumar.
Sérstaklega þar sem það stefnir í að tekjurnarnar af ferðamönnum verða myndarlegar.
Áskrifendur geta lesið umfjöllun Viðskiptablaðsins um krónuna og ferðamenn hér.