Allt bendir til þess að ís­lensk ferðaþjónustu­fyrir­tæki hafi ekki selt jafn­háar fjár­hæðir af gjald­eyri fram­virkt og áður vegna þess að spár gerðu ekki ráð fyrir jafn öflugu ferðaþjónustu­sumri og er að raun­gerast.

Sam­kvæmt gögnum Hag­stofu Ís­lands og Isavia stefnir í mun fleiri ferða­menn hér­lendis í sumar en spár gerðu ráð fyrir og þar sem fram­virk stöðu­taka með krónunni er minni verða gjald­eyrisáhrifin meiri en ella.

Á sama tíma hefur dregið úr fram­virkri stöðutöku með krónunni. Við­skipta­vinir bankanna, t.d. ferðaþjónustu­fyrir­tæki, hafa ekki selt jafn­háar fjár­hæðir af gjald­eyri fram­virkt og áður. Í lok maí var staðan um 102 milljarðar en á sama tíma­bili í fyrra var um að ræða 175 milljarða.

Í viðtali við Viðskiptablaðiði segir Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðingur Ís­lands­banka, ljóst að minni fram­virk staða við­skipta­vina bankanna auki þrýsting á krónuna í sumar.

Sérstaklega þar sem það stefnir í að tekjurnarnar af ferðamönnum verða myndarlegar.

Áskrifendur geta lesið umfjöllun Viðskiptablaðsins um krónuna og ferðamenn hér.