Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Algalíf hefur hlotið Alþjóðlegu GHP líftækniverðlaunin annað árið í röð. Fyrirtækið hlaut sömu verðlaun í fyrra og var þá fyrsta íslenska fyrirtækið til að hljóta þau. Algalíf hlýtur verðlaunin 2022, rétt eins og 2021, sem besti framleiðandi á afurðum úr náttúrulegu astaxanthíni.
Verðlaunin eru veitt árlega í nokkrum mismunandi flokkum, en er í sjöunda sinn sem Alþjóðlegu GHP líftækniverðlaunin (e. Biotechnology Awarsds) eru veitt. Algalíf framleiðir astaxanthín úr örþörungum sem ræktaðir eru í starfsstöð fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Hjá fyrirtækinu starfa um tæplega 50 manns.
Verðlaunin eru veitt af tímaritinu Global Health and Pharma, sem er fagtímarit á sviði heilsuvísinda. Útgefandi er AI Global Media í Bretlandi gefur út tólf mismunandi fagtímarit.
Algalíf er stærsta örþörungafyrirtæki á Íslandi og í fararbroddi í Evrópu. Í lok síðasta 2020 var tilkynnt um fyrirhugaða fjögurra milljarða króna stækkun fyrirtækisins. Framkvæmdir eru komnar vel á veg en áætlað er að þeim ljúki á næsta ári, að því er kemur fram í tilkynningu.
Orri Björnsson, forstjóri Algalífs:
„Það er heiður að fá viðurkenningu í formi þessara virtu verðlauna tvö ár í röð. Þessi verðlaun eru fyrst og fremst heiður fyrir starfsfólk Algalífs.“