Þotur American Airlines munu fljúga til Íslands daglega frá Philadelphia í vetur. Á sama tíma verður flugið hingað frá Dallas lagt niður en það hefur jafnframt verið á boðstólum alla daga vikunnar. Frá þessu er greint á vef Túrista .

„Að sögn blaðafulltrúa American Airlines þá hefur þessi breyting það meðal annars í för með sér að möguleikar farþega á tengiflugi, í tenglsum við Íslandsferðirnar, munu aukast enda flýgur American Airlines út um öll Bandaríkin frá Philadelphia," segir í frétt Túrista.

„Þessi uppstokkun hjá American Airlines gerir það að verkum að nú fær Icelandair samkeppni í flugi til Philadelphia. Borgin hefur verið hluti af sumaráætlun félagsins síðustu ár og í nýliðnum júlí flugu þotur félagsins sautján ferðir til borgarinnar samkvæmt talningu Túrista. Sem fyrr segir ætlar American Airlines hins vegar að fljúga þessa leið daglega frá 4. júní til24. október."