Forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, lýsti því yfir síðastliðinn þriðjudag að stjórnvöld myndu ekki setja á útgöngubann þrátt fyrir Ómíkrón bylgjuna. Þetta kemur fram í frétt hjá Reuters .

Morrison segir að sóttvarnir verði meira byggðar á persónulegri ábyrgð og horfið verði frá því að beita útgöngubanni, en í Ástralíu ríkja samkomutakmarkanir og grímuskylda innandyra.

„Við eigum að koma fram við Ástrala eins og fullorðið fólk,“ sagði Morrison og bætti við að það þurfi að lifa með veirunni með heilbrigðri skynsemi og ábyrgð.

Greg Hunt, heilbrigðisráðherra Ástralíu, sagði jafnframt að spítalainnlagnir í Ómíkrón bylgjunni væru töluvert færri en í Delta bylgjunni.

Ástralir voru með mjög strangar takmarkanir í fyrri bylgjum en það vakti athygli þegar ástralska lögreglan prufukeyrði andlitskanna til að ganga í skugga um að fólk væri heima hjá sér í sóttkví.