Eigendur flugfélagsins Air Atlanta voru meðal tekjuhæstu Íslendinganna í fyrra. Hannes Hilmarsson, stjórnarformaður Air Atlanta, fer með 40% hlut í flugfélaginu en hann var tíundi tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra með ríflega 1,2 milljarða í fjármagnstekjur.
Geir Valur Ágústsson, stjórnarmaður Atlanta, fer þá með 24% hlut en fjármagnstekjur hans námu 361 milljón króna. Stefán Eyjólfsson, sem er einnig stjórnarmaður, fer þá með 8% hlut en fjármagnstekjur hans námu 305 milljónum króna. Loks var Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Atlanta, sem á 8% hlut í flugfélaginu, með 224 milljónir.
Hannes, Geir Valur og Stefán eiga sína hluti í gegnum félagið Haru Holding, sem á 80% hlut í Atlanta, en félagið hagnaðist um ríflega tíu milljarða króna í fyrra. Baldvin 40% hlut í félaginu Natsu Holding, sem á 20% hlut í Atlanta, en félagið skilaði ríflega 1,1 milljarða króna hagnaði.
Listi yfir 150 tekjuhæstu Íslendinganna birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast listann í heild hér.
Listinn byggir á útreikningi samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra. Um er að ræða skattskyldar fjármagnstekjur þ.e. vaxta- og leigutekjur, arðgreiðslur, söluhagnað og eftir atvikum höfundarréttargreiðslur.