Rútusamstæða Pac 1501 ehf. tapaði 184 milljónum króna, samanborið við 475 milljóna króna tap árið 2023. Mestu munaði um afkomu Reykjavík Sightseeing Invest ehf., sem tapaði 292 milljónum króna í fyrra.

Innan samstæðunnar eru einnig Bus Hostel ehf., Hagvagnar ehf. - móðurfélag Hópbíla ehf. - og Hagvagnar þjónusta ehf. en velta samstæðunnar dróst saman um rúm 4% milli ára og nam 7,8 milljörðum króna.

Pac 1501 hefur verið rekið með tapi frá stofnun þess árið 2016 en uppsafnað tap nemur tæplega 2,6 milljörðum króna.

Um fjárhagslega stöðu og rekstrarhæfi í ársreikningi segir að salan á dagsferðaþjónustu Reykjavik Sightseeing og rekstri Bushostel í Skógarhlíð fyrr á árinu, ásamt endurskipulagningu á rekstri ferðaþjónustuhluta, leiði til þess að félagið geti staðið við skuldbindingar sínar á árinu 2025. Gangi fyriráætlanir stjórnenda ekki eftir gæti það leitt til óvissu um áframhaldandi rekstrarhæfi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.