Nike hefur gefið út uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung, sem samanstendur af mánuðunum desember, janúar og febrúar.

Sala Nike jókst á milli ársfjórðunga, sem má rekja til aukna netsölu fyrirtækisins. Tekjur félagsins námu 10,9 milljörðum dala á ársfjórðungnum og jókst um 5% á milli ára. Hagnaður Nike nam 1,4 milljörðum dala á sama tímabili, eða sem nemur 87 sentum á hvern hlut í félaginu.

Íþróttavörurisinn greiddi 484 milljón dali í arð á ársfjórðungnum, eða um 62 milljarða króna. Arðgreiðslurnar jukust um 12% á milli ára.

Gengi hlutabréfa félagsins hækkaði um 6% við opnun markaða í morgun. Gengið stendur nú í tæpum 136 dölum á hlut og hefur hækkað um 16% síðastliðna viku.