Fjölskyldufyrirtækið Graf Skiltagerð fagnar í ár 50 ára afmæli í ár en stofnandi fyrirtækisins byrjaði að dunda sér við skiltagerð í bílskúr árið 1975. Fyrirtækið samanstendur af tveimur feðgum sem þjónusta bæði stórfyrirtæki og einstaklinga.

Árið 1975 tók Hermann Smárason við grafskiltavél frá föður sínum sem starfrækti rafmagnsverkstæði sem þjónustaði skip. Á þeim tíma vann Hermann sem blikksmíðameistari og síðar sem slökkviliðsmaður á Keflavíkurflugvelli.

Skiltaframleiðslan, sem byrjaði fyrst sem áhugamál, jókst síðan eftir því sem árin liðu og árið 2013 kom sonur Hermanns, Smári Hermannsson, inn í fyrirtækið og starfar þar í dag sem framkvæmdastjóri.

Fyrirtækið sér um alls konar skiltagerð en er mest í því að grafa í gler, leður, tré og fleira ásamt framleiðslu leiðaskilta og skilta fyrir og hurðir.  Mörg skiltafyrirtæki, sem sérhæfa sig í prentun skilta, eru því mjög dugleg að benda á feðgana þegar fólk kemur með beiðnir um sérstök verkefni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.