Dregið var í Evrópudeildina og Sambandsdeildina í fótbolta karla síðastliðinn föstudag. Breiðablik var í pottinum fyrir Sambandsdeildina í fimmta styrkleikaflokki og er nú ljóst hvaða sex liðum liðið mætir í haust.
Á heimavelli mætir Breiðablik finnska liðinu KuPS Kupio, írska liðinu Shamrock Rovers, og tyrkneska liðinu Samsunspor. Á útivelli mæta Blikar úkraínska liðinu Shakhtar, sem spilar sína heimaleiki í Póllandi, franska liðinu Strasbourg, og svissneska liðinu Lausanne-Sport. Fyrsti leikur Sambandsdeildarinnar fer fram þann 2. október nk.