Á nýloknum viðskiptadegi í Kauphöllinni var framhald á því græna þema sem einkenndi síðustu tvo viðskiptadaga síðustu viku. Úrvalsvísitalan OMXI10 hækkaði um 1,38% í viðskiptum dagsins og hækkaði gengi 16 félaga af þeim 20 sem skráð eru á Aðalmarkað.

Útgerðarfélögin tvö, Brim og Síldarvinnslan, leiddu hækkanir dagsins. Gengi Brims hækkaði um 6,02% í 292 milljóna króna viðskiptum og gengi Síldarvinnslunnar hækkaði um 3,43% í 96 milljóna króna viðskiptum.

Næst á eftir komu Icelandair með 2,72% hækkun og Sýn með 2,68% hækkun.

Heildarvelta viðskipta dagsins nam 4,2 milljörðum króna. Mesta veltan var með bréf Arion banka, 666 milljónir króna og þar á eftir kom Kvika með 520,1 milljónir.