SMG Capital, félag frumkvöðulsins Sergei Mosunov, hefur fest kaup á lúxusvörumerkinu Fabergé af breska fyrirtækinu Gemfields. Að því er segir í frétt Financial Times mun Gemfields fá 45 milljónir dala í sinn hlut síðar í mánuðinum þegar kaupin ganga í gegn og fimm milljónir dala í þóknun ársfjórðungslega.

Merkið er einna helst þekkt fyrir hin svokölluðu Fabergé-egg sem Peter Carl Fabergé smíðaði árin 1885-1917 en þau voru aðeins 69 talsins og flest þeirra fóru til rússnesku keisarafjölskyldunnar. Í seinni tíð hefur Fabergé selt skartgripi og ýmsa eggjatengda muni en Gemfields eignaðist merkið árið 2012.