Magnús Haf­liða­son, fram­kvæmda­stjóri N1 og stjórnandi innan sam­stæðu Festi hf., hefur fengið út­hlutað kauprétti að and­virði 82,6 milljóna króna í hluta­bréfum í Festi hf. sam­kvæmt nýrri kaupréttaráætlun félagsins.

Þetta kemur fram í opin­berri til­kynningu á grund­velli 19. gr. MAR-reglu­gerðarinnar sem birtist í dag.

Kauprétturinn felur í sér heimild til að kaupa alls 270.000 hluti í Festi hf. á genginu 305,9 krónur á hlut.

Sam­tals nemur fjár­hæðin því rúmum 82,5 milljónum króna.

Kaupréttaráætlunin, sem samþykkt var af stjórn Festi hf. í apríl síðastliðnum, er hluti af um­bunar­kerfi félagsins fyrir for­stjóra, æðstu stjórn­endur og lykil­starfs­menn innan sam­stæðu Festi.

Hún miðar að því að tengja hags­muni stjórn­enda og lykil­starfs­manna við langtíma­mark­mið og af­komu félagsins.

Sam­kvæmt skilmálum áætlunarinnar ávinnst kauprétturinn á þremur árum, en hægt verður að nýta hann í þrepum yfir þriggja ára tíma­bil.

Hlutirnir sem keyptir verða með kauprétti veita sömu réttindi og aðrir hlutir í félaginu og skulu nýttir eftir birtingu árs­hluta- og árs­upp­gjöra.

Festi hf., sem er móðurfélag N hefur í auknum mæli notað árangurs­tengd um­bunar­kerfi til að styrkja langtíma­hags­muni lykil­starfs­manna og hlut­hafa.

Sam­kvæmt áætluninni geta allt að 5,5 milljónir hluta verið hluti af slíkum kaupréttar­samningum innan kerfisins.