Þýska hugbúnaðarfyrirtækið SAP stefnir á frumútboð fyrir bandaríska dótturfélagið sitt Qualtrics, sem það keypti fyrir átta milljarða dollara fyrir tveimur árum síðan. Financial Times segir frá .
Christian Klein, forstjóri SAP, sagði að þrátt fyrir að frammistaða Qualtrics hafi verið umfram allar væntingar þá væri frumútboð núna hagur beggja fyrirtækja. Hann bætti við að Qualtrics hafi „ekki verið það nátengt kjarnastarfesmi“ SAP og að það hefði ekki verið samþætt jafn mikið og önnur fyrirtæki sem SAP hefði yfirtekið.
SAP keypti Qualtrics, sem hefur höfuðstöðvar í Utah, árið 2018 þegar hið síðarnefnda var að undirbúa frumútboð. Bandaríska fyrirtækið, stofnað árið 2002, byrjaði með netkannanir og sérhæfði sig í hugbúnaði fyrir rannsóknarvinnu háskólafólks.
Síðan þá hefur Qualtrics stækkað og býður í dag upp á ýmis tól fyrir neytendakannanir og endurgjafir starfsmanna. Fyrirtækið hefur um 12 þúsund viðskiptavini í dag, þar á meðal Microsoft, Volkswagen og Shell.
Luka Mucic, fjármálastjóri SAP, vildi ekki segja til um hversu stór hluti af Qualtrics yrði boðinn út en gaf til kynna að 10-15% væri „hefðbundin stærð“.
Markaðsvirði SAP nemur 171,4 milljörðum evra í dag en hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað um 59,3% frá 19. mars síðastliðnum.