Fegurð er Glæpur ehf., félag strákasveitarinnar IceGuys, hagnaðist um 205 þúsund krónur í fyrra.

Tekjur félagsins námu 4,5 milljónum króna og rekstrargjöld voru 4,3 milljónir.

Félagið var stofnað sumarið 2023 en velti engu að síður 5,8 milljónum það árið en félagið tapaði 2,1 milljón króna.

Eignir félagsins voru bókfærðar á 140 þúsund krónur og var eigið fé neikvætt um 1,4 milljónir.

Sveitina skipa tónlistarmennirnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðik Dór ásamt Rúrik Gíslasyni, Aroni Can og Herra Hnetusmjör.

Við skráningu félagsins voru þeir jafn­framt stofn­endur hluta­félagsins en for­maður stjórnar var Jón Jóns­son.

Skráðir með­stjórn­endur voru Rúrik Gísla­son, Aron Can Gul­tekin og Árni Páll (Herra Hnetu­smjör) sem fer jafn­framt með fram­kvæmda­stjórn og hefur próf­kjör­um­boð ásamt Jóni.

Friðrik Dór varð að láta sér duga að vera í vara­stjórn.