Nýjasta stráka­sveit Ís­lands, IceGu­ys, stofnaði nýverið hluta­fé­lag en sam­kvæmt hluta­fé­laga­skrá er til­gangur fé­lagsins tón­listar­flutningur, tón­listar­út­gáfa og tengd starf­semi.

Sveitina skipa tónlistarmennirnir og bræðurnir Jón Jóns­son og Friðik Dór á­samt Rúrik Gísla­syni, Aroni Can og Herra Hnetu­smjör. Þeir eru jafn­framt stofn­endur hluta­fé­lagsins sem ber heitið Fegurð Er Glæpur ehf.

For­maður stjórnar er Jón Jóns­son. Með­stjórn­endur eru Rúrik Gísla­son, Aron Can Gul­tekin og Árni Páll (Herra Hnetu­smjör) sem fer jafn­framt með fram­kvæmda­stjórn og hefur próf­kúrum­boð á­samt Jóni.

Frið­rik Dór varð að láta sér duga að vera í vara­stjórn.

Strákarnir gáfu fyrsta lagið sitt, Rúllettan, út í sumar en skömmu síðar fylgdi lagið Krumla eftir. Myndband við síðarnefnda lagið má sjá hér.