Íslensk þekking ehf. og Geysir Green ehf., félög í eigu Jóhanns Jónassonar og Baldurs Þóris Jónassonar, högnuðust bæði um 297-298 milljónir króna á síðasta ári.

Umrædd félög áttu hvort um sig 35,7% hlut í Deili Tækniþjónustu sem var á síðasta ár selt til Stál í Stál, móðurfélags vélsmiðjunnar Hamars.

Sé gert ráð fyrir að fjármagnstekjur félaganna megi rekja alfarið til sölunnar á Deili nam heildarsöluverð fyrirtækisins um 840 milljónum króna.

Jóhann Jónasson er framkvæmdastjóri Deilis.