For­stjórar stærstu fyrir­tækja Frakk­lands vara við að pólitísk óvissa og stjórnar­kreppa í landinu geti leitt til al­var­legrar efna­hags­lægðar, samkvæmt Financial Times.

Með vaxandi halla­rekstri ríkisins, hækkandi fjár­magns­kostnaði og minnkandi efna­hags­vexti segja at­vinnu­rek­endur að brýnt sé að koma á pólitískri sam­stöðu um fjár­mála­stefnuna áður en staðan versnar enn frekar.

For­sætis­ráðherrann François Bayrou mun leggja fram van­trausts­til­lögu 8. septem­ber í von um að styrkja um­boð sitt til að koma í gegn 44 milljarða evra pakka skatta­hækkana og út­gjaldalækkana.

Stjórnar­and­staðan hefur þegar lýst yfir vilja til að fella ríkis­stjórnina en þetta yrði þá í þriðja sinn á rúmu ári sem frönsk ríkis­stjórn fellur.

Leið­togi jafnaðar­manna, Oli­vier Faure, sagði að flokkur hans væri til­búinn að taka við stjórn landsins og að „Frakk­land gæti ekki lengur lifað í viðvarandi óvissu“.

Pat­rick Martin, for­maður at­vinnulífs­sam­takanna Medef, sagði á við­skiptaráð­stefnu að „pöntunar­bækur væru að tæmast“ og að ­líkur væru á að gjaldaþrotum fari fjölgandi og hagvöxtur dragist saman.

„Við erum þegar í mjög viðkvæmri stöðu. Nú erum við að bæta pólitískri áhættu við sem er bein ógn við hag­vöxt,“ sagði Martin.

Alexandre Bompard, for­stjóri Car­ref­our, tók í sama streng:

„Einka­neysla er það eina sem heldur hag­vexti gangandi um þessar mundir.

Óvissa er það versta fyrir neyt­endur – því meiri óvissa, því meiri hætta á að neyslan dragist saman.“

Óstöðug­leikinn skekur fjár­mála­markaði

Ávöxtunar­krafa á 10 ára ríkis­skulda­bréf Frakk­lands fór í síðustu viku yfir 3,5% – nær hæsta stigi frá skulda­kreppu evru­svæðisins.

Á sama tíma hefur skuldaálag Frakk­lands gagn­vart Þýska­landi rokið upp og nálgast nú met frá árinu 2012.

Bruno Ca­vali­er, aðal­hag­fræðingur ODDO BHF, sagði að Frakk­land stæði frammi fyrir „lægri hag­vexti og stærri fjár­laga­halla“ á næsta ári og að hættan væri sú að Emmanuel Macron for­seti yrði neyddur til að boða enn eitt þing­kosningarnar ef ríkis­stjórnin fellur.

Leið­togar stærstu fyrir­tækja Frakk­lands segja stöðug­leika for­sendu fjár­festinga og at­vinnu­sköpunar.

Cat­herine MacGregor, for­stjóri orku­fyrir­tækisins Engi­e, sagði að hún væri „stundum hissa á því hve lítið stjórn­mála­menn geri sér grein fyrir hve mikið sam­keppnis­for­skot stöðug­leiki getur verið“.

Guil­laume Bori­e, for­stjóri AXA France, sagði að fyrir­tækið hefði haldið aftur af fjár­festingum í 18 mánuði vegna pólitísks óöryggis. „Við þurfum pólitískan skýr­leika til að geta tekið ákvarðanir um fjár­festingar,“ sagði hann.

Með óvissu um stjórnar­myndun og fjár­lög óttast at­vinnulífið að þingið leiti í frekari skatta­hækkanir til að brúa hallann – sem að þeirra mati gæti kæft hag­vöxt alveg.

„Leyfið okkur að vaxa, fjár­festa, ný­skapa, ráða og flytja út. Þetta er leiðin til efna­hags­bata,“ sagði Pat­rick Martin hjá Medef.

Amir Reza-Tofighi, for­maður sam­taka smá­fyrir­tækja, bætti við:

„Óvissa í stjórn­málum hylur for­stjóra í þoku – hvernig eiga þeir að fjár­festa eða ráða í störf þegar þeir vita ekki hvernig morgun­dagurinn lítur út?“