Riaan Dreyer, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og gagna hjá Íslandsbanka, og eiginkona hans, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, seldu samanlagt 26.951 hluti í Íslandsbanka í dag.
Heildarandvirði viðskiptanna var rúmlega 3,4 milljónir króna.
Íslandsbanki birti árshlutauppgjör eftir lokun markaða í gær en bankinn hagnaðist um 12,4 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins.
Stjórnendur bankans mega ekki kaupa eða selja bréf í aðdraganda uppgjörs en svokölluðu lokuðu tímabili lauk í dag.
Samkvæmt tilkynningu til Nasdaq Iceland seldi Riaan Dreyer alls 20.621 hlut í Íslandsbanka á genginu 127 krónur, sem samsvarar andvirði upp á 2.620.867 krónur. Viðskiptin fóru fram klukkan 10:15 að morgni dags.
Skömmu síðar sama dag, klukkan 10:21, seldi eiginkona hans, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, alls 6.330 hluti á sama gengi, fyrir samtals 803.910 krónur.
Samanlagt námu viðskipti hjónanna því 3.424.777 krónum og voru þau tilkynnt í samræmi við 19. grein MAR-reglugerðarinnar, sem kveður á um upplýsingaskyldu stjórnenda og tengdra aðila varðandi viðskipti með verðbréf í félaginu.