Ria­an Dreyer, fram­kvæmda­stjóri stafrænnar þróunar og gagna hjá Ís­lands­banka, og eigin­kona hans, Jóhanna Vigdís Guð­munds­dóttir, seldu saman­lagt 26.951 hluti í Ís­lands­banka í dag.

Heildar­and­virði við­skiptanna var rúm­lega 3,4 milljónir króna.

Ís­lands­banki birti árs­hluta­upp­gjör eftir lokun markaða í gær en bankinn hagnaðist um 12,4 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins.

Stjórn­endur bankans mega ekki kaupa eða selja bréf í að­draganda upp­gjörs en svo­kölluðu lokuðu tíma­bili lauk í dag.

Sam­kvæmt til­kynningu til Nas­daq Iceland seldi Ria­an Dreyer alls 20.621 hlut í Ís­lands­banka á genginu 127 krónur, sem sam­svarar and­virði upp á 2.620.867 krónur. Við­skiptin fóru fram klukkan 10:15 að morgni dags.

Skömmu síðar sama dag, klukkan 10:21, seldi eigin­kona hans, Jóhanna Vigdís Guð­munds­dóttir, alls 6.330 hluti á sama gengi, fyrir sam­tals 803.910 krónur.

Saman­lagt námu við­skipti hjónanna því 3.424.777 krónum og voru þau til­kynnt í samræmi við 19. grein MAR-reglu­gerðarinnar, sem kveður á um upp­lýsinga­skyldu stjórn­enda og tengdra aðila varðandi við­skipti með verðbréf í félaginu.