Hluta­bréfa­verð líftækni­lyfja­fyrir­tækisins Al­vot­ech hækkaði um rúm 5% í dag og lokaði gengið í 1080 krónum.

Gengi félagsins byrjaði daginn á lækkunum og fór gengið niður í 1000 krónur á hlut. Um það leyti sem opnað var fyrir við­skipti í Bandaríkjunum hækkaði gengið þó að nýju og lokaði deginum 5% hærra en á föstu­daginn.

Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í dag hafði gengi félagsins verið á niður eftir birtingu árshlutauppgjörs í síðustu viku.

Félagið greindi frá því í uppgjörinu að tekjur af sölu lyfja námu 204,7 milljónum dala á fyrri helmingi ársins, sem er yfir 200% aukning frá sama tímabili í fyrra (65,9 milljónir dala).

Rekstrarhagnaður félagsins var 28,6 milljónir dollara á fyrri helmingi ársins, samanborið við 43,4 milljónir dollara á sama tíma í fyrra. Félagið rekur mismuninn einkum til hærri tekna af leyfisgreiðslum á fyrri helmingi síðasta árs en á móti komi auknar tekjur af vörusölu á lykilmörkuðum á fyrri hluta þessa árs.

Gengi Iceland Sea­food International hækkaði einnig í við­skiptum dagsins. Hluta­bréfa­verð félagsins fór upp um 2% í ör­við­skiptum í dag. Dagsloka­gengið var 5,2 krónur á hlut.

Gengi Haga hækkaði um tæp 2% í 200 milljón króna við­skiptum. Dagsloka­gengið var 108 krónur á hlut sem er um 4% hærra en í árs­byrjun.

Hluta­bréfa­verð Amaroq og Play hélt áfram að lækka en Play fór niður um 2% og Amaroq tæp 2%.

Úr­vals­vísi­talan hækkaði um 0,32% og var heildar­velta á markaði 1,3 milljarðar.