Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,8% í 57,5 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í morgun. Íslandsbanki leiddi hækkanir, en vísitalan stendur í 3.076,34 stigum.
Dagslokagengi bréfa Íslandsbanka var 124,6 krónur á hlut, og hækkaði gengi bankans um 2,13% í viðskiptum dagsins. Gengið er 6,5% meira en 117 króna söluverð bankans í útboði Bankasýslu ríkisins sem fór fram í gær. Þá fékk ríkið 52,7 milljarða fyrir sölu á 450 milljón hlutum í félaginu, eins og Viðskiptablaðið greindi frá.
Gengi annarra banka á aðalmarkaði hækkaði einnig. Arion banki hækkaði um 1,16% í 710 milljón króna viðskiptum og Kvika banki hækkaði um 0,88% í milljarðs króna viðskiptum.
Gengi tryggingafélagsins Sjóvá hækkaði um 1,4% í 250 milljóna viðskiptum. Fimm félög lækkuðu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Mest lækkaði Brim, um 1,65% í 70 milljóna viðskiptum.
Á First North lækkaði Solid Clouds um tæp 10% í 100 þúsund króna viðskiptum. Flugfélagið Play lækkaði um 0,9% í 2 milljóna viðskiptum og Hampiðjan lækkaði um 1,5% í 500 þúsund króna viðskiptum.