Hluta­bréfa­verð Ís­félagsins hefur tekið við sér í ágúst­mánuði eftir tölu­verðar lækkanir undan­farna mánuði.

Dag­loka­gengi Ís­félagsins var 120 krónur í dag sem er hækkun úr 107 krónum í lok júlí.

Gengi Ís­félagsins hefur því hækkað um 12,5% í mánuðinum. Hlutabréfaverð félagsins hækkaði um 3,5% í 134 milljón króna viðskiptum í dag.

Gengið er þó enn um 20% lægra en í árs­byrjun en tvöföldun veiði­gjalda og loðnu­brestur hefur haft áhrif á gengi sjávarút­vegs­félaga á árinu.

Bráða­birgðaniður­stöður mælinga Haf­rannsóknar­stofnunar sýndu þó nýverið loðnu á mjög stóru svæði fyrir norðan land, sem ætti að vekja bjartsýni.

Gengis­hækkun Ís­félagsins, sem ítrekað hefur verið með mesta loðnu­kvótann, má rekja til vona um betri loðnu­vertíð.