Hlutabréfaverð danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk hefur fallið um meira en 20% í dag eftir að félagið færði niður afkomuspá sína fyrir yfirstandandi rekstrarár í annað sinn í ár. Gengi félagsins hefur nú lækkað um 45% í ár.
Novo Nordisk gerir nú ráð fyrir að sölutekjur munu aukast um 8-14% en félagið gerði áður ráð fyrir 13-21% vexti. Þá gerir félagið nú ráð fyrir að EBIT-framlegð verði á bilinu 10-16%, samanborið við áður útgefna spá upp á 16-24%.
Félagið segir að niðurfærsluna megi rekja til væntinga um minna vöxt á seinni árshelmingi. Það tengist m.a. væntinga um minni vöxt Wegovy og Ozempic lyfjanna á Bandaríkjamarkaði.
Novo Nordisk tilkynnti einnig um ráðningu á nýjum forstjóra, Mike Doustdar, sem hefur leitt markaðsstarf félagsins utan Bandaríkjanna. Hann tekur við starfinu af Lars Fruergaard Jørgensen sem var rekinn í maí.
