Fjárfestingabankinn Goldman Sachs reiknar með að starfsmenn bankans vestanhafs snúi aftur til starfa á skriftstofum bankans um miðjan næsta mánuð.

Það starfa um 40 þúsund starfsmenn hjá bankanum á heimsvísu og hafa nær allir þeirra starfað að heiman í fjarvinnu frá því að faraldurinn skall á fyrir rúmlega ári.

Þá hefur bankinn einnig komið sömu skilboðum til starfsmanna sinna í Bretlandi, en reiknað er með að breska ríkisstjórnin muni aflétta samkomutakmörkunum vegna heimsfaraldursins í júní, en stór hluti bresku þjóðarinnar hefur þegar verið bólusettur.