Perla norðursins ehf., sem sér um sýningar tengdar íslenskri náttúru í Perlunni, hagnaðist um 332 milljónir króna í fyrra en árið 2023 nam hagnaðurinn 442 milljónum og árið þar áður hagnaðist félagið um 183 milljónir.

Velta félagsins nam ríflega 1,8 milljörðum króna í fyrra og jukust um 12% milli ára. Tekjur félagsins hafa aukist til muna frá árinu 2021. Það ár námu rekstrartekjur 324 milljónum króna en árið 2022 nærri þrefölduðust tekjurnar og fóru í 870 milljónir. Árið 2023 hátt í tvöfölduðust tekjurnar og námu tæplega 1,6 milljörðum.

Stjórn leggur til að 400 milljónir verði greiddar í arð í ár vegna rekstrarársins 2024. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.