Hluta­bréfa­verð málm­leitarfélagsins Amaroq Minerals hækkaði um tæp 6% í um 210 milljón við­skiptum í dag.

Dagsloka­gengi félagsins var 108,5 krónur á hlut sem er enn rúm­lega 40% lægra en í árs­byrjun.

Gull­verð rauk upp á Asíumörkuðum í nótt og fór í hæsta gildi frá upp­hafi, í 3.508,70 dali á únzu, áður en það náði jafn­vægi í um 3.497 dali.

Hækkunin tengist veikari dollara og væntingum um vaxtalækkun í Bandaríkjunum, auk aukinnar eftir­spurnar eftir öruggum griðastöðum.

Samkvæmt Financial Times má rekja hækkunina til veikari dollara og væntingum um vaxtalækkun í Bandaríkjunum, auk aukinnar eftir­spurnar fjárfesta eftir öruggum griðastöðum.

Í árs­hluta­upp­gjöri Amaroq sögðu stjórn­endur að fram­leiðsluáætlun fyrir árið 2025 hefði verið lækkuð í 5.000 únsur af gulli.

Félagið hafði áður gefið út að stefnt yrði að gull­fram­leiðslu á bilinu 5-20 þúsund únsa í ár. Áform eru því við lægra bilið en það sem félagið hafði áður gefið út.

Miðað við núverandi heims­markaðsverð á gulli og gengi dals eru 5 þúsund únsur af gulli um 2,15 milljarða króna virði.

Gengi Play lækkaði um tæp 7% í ör­við­skiptum en dagsloka­gengi flug­félagsins var 0,45 krónur á hlut.

Hluta­bréfa­verð Reita hækkaði um rúm 1% í 179 milljón króna við­skiptum og var dagsloka­gengi félagsins.

Úr­vals­vísi­talan hækkaði um 0,08% og var heildar­velta á markaði 2,6 milljarðar.