Facebook og Instagram hyggjast bjóða notendum sínum upp á að fela hve margir hafi smellt á „like“ hnappinn við stöðuuppfærslur. WSJ greinir frá.

Stjórnendur Facebook, sem á einnig Instagram, hafa verið tregir til að bjóða upp á þennan möguleika af ótta við það dragi úr notkun á samfélagsmiðlinum. Gagnrýnendur samfélagsmiðlanna hafa á móti sagt að keppni um hve margir láti sér líka við færslur hafi margs konar neikvæðar andlegar afleiðingar í för með sér.

Sjá einnig: Kvíðavaldurinn Instagram

Tilraunir á Facebook og Instagram hafa hins vegar sýnt, að sögn Facebook, að fela hve margir smelli á „like“ hnappinn dragi ekki úr notkun á samfélagsmiðlunum að neinu ráði. En að sama skapi voru heldur engin mælanleg áhrif á líðan notenda við að fela „like“ fjöldann samkvæmt umfjöllun WSJ um málið.