Hagnaður endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers (PwC) á Íslandi jókst úr 187 milljónum króna í 291 milljón króna á milli reikningsára eða um 55% en reikningsárið náði frá 1. júlí 2020 til 30. júní 2021.
Tekjur jukust um 13% úr ríflega 1,9 milljörðum í tæplega 2,2 milljarð en rekstrarkostnaður jókst á móti um ríflega hundrað milljónir í 1,8 milljarða króna. Munaði þar mestu um hækkun launakostnaðar um ríflega 110 milljónir í 1,4 milljarða króna.
Félagið greiddi 175 milljónir króna í arð á árinu miðað við 155 milljónir á fyrra ári en meðeigendur félagsins eru nú 16 samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins.
Eignir náum 996 milljónum króna í lok reikningsársins en voru 879 milljónir árinu áður. Þarf af voru ríflega 400 milljónir viðskiptakröfur og óreikningsfærð vinna en 287 milljónir handbært fé. Þá keypti félagið skrifstofubúnað fyrir 68 milljónir króna á árinu.
Eigið fé í lok júní síðastliðins nam 349 milljónum króna en var 233 milljónir fyrir ári en skuldir námu 647 milljónum króna og stóðu svo til í stað á milli ára.