Tekjur alþjóðlega ferðaþjónustufyrirtækisins Kilroy námu 29,3 milljörðum króna í fyrra og féllu um 2,5% milli ára.

Rekstrarhagnaður nam 434 milljónum og féll um 40% milli ára, og endanlegur hagnaður 18 milljónum samanborið við 652 milljónir árið áður.

Heildareignir jukust lítillega og námu 7,9 milljörðum króna en eigið fé nam 1,7 milljörðum og féll um tæpan fjórðung. Ársverk voru 415 og fjölgaði um 8,4%. Arnar Þórisson er stjórnarformaður Kilroy en hann á félagið ásamt Þóri Kjartanssyni.