Samhentir Kassagerð hagnaðist um 431 milljón króna á síðasta ári eftir að hafa hagnast um 339 milljónir árið áður.

Rekstrartekjur námu 6,8 milljörðum og jukust um 11% milli ára.

Í skýrslu stjórnar í ársreikningi segir að reksturinn hafi gengið vel og í samræmi við áætlanir. Bent er á að EBITDA hafi batnað um 202 milljónir milli ára.

Lykiltölur / Samhentir Kassagerð

2022 2021
Tekjur 6.387  6.170
Eignir 2.896  3.025
Eigið fé 998  572
Afkoma 431  339
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.