Hluta­bréfa­verð Hampiðjunnar hækkaði um 5% í dag eftir um 113 milljón króna við­skipti. Dagsloka­gengi félagsins var 127 krónur á hlut sem er um 9,5% hærra en fyrir mánuði síðan og 25% hærra en í árs­byrjun.

Hampiðjan leiðir hækkanir í Kaup­höllinni það sem af er ári en ekkert annað félag hefur hækkað um 20%.

Hluta­bréfa­verð Nova, sem birtist árs­hluta­upp­gjör í gær, hefur hækkað um 16% á árinu sem er næst­mesta hækkunin á árinu.

Gengi Nova hækkaði um rúm 2% í tæp­lega 200 milljón króna við­skiptum í dag.

Dagsloka­gengi Nova var 4,94 krónur á hlut.

Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech vænkaðist aðeins eftir tölu­verðar lækkanir í gær. Gengi félagsins fór upp um 2% í 129 milljón króna við­skiptum. Dagsloka­gengi Al­vot­ech var 1.025 krónur á hlut.

Gengi Símans lækkaði um rúm 2% í við­skiptum dagsins og lokað í 13,2 krónum á hlut.

Úr­vals­vísi­talan lækkaði um 0,09% og var heildar­velta á markaði 1,6 milljarðar.